Haugur
Það mun vera rétta orðið yfir mig þessa dagana.. eflaust tengist það eitthvað þessum kulda sem er farinn að leggjast yfir landið.. Jaa.. veturinn er að koma.. Er í augnablikinu á fjarfundi á vegum skólans upp í Vonarlandi.. Það er ágætt.. er bara því miður frekar löt að læra.. verð að fara að gera eitthvað í því.. Annars þarf ég nú líka að fara að kíkja út á lífið svo að ég geti sagt ykkur eitthvað skemmtilegt... Aldrei að vita hvað maður gerir í kvöld.. Við Eva svikum eiginlega Beggu um bjórdrykkju í gærkveldi.. spurning hvort að maður bæti henni það ekki upp í kvöld??
2 Comments:
Játs! veturinn er sko kominn! það snjóaði nefnilega í fyrradag :) mér fannst það æði! reyndar bara nokkrar flygsur...en mér er sama!
kv. Jóna H
Hehe, ég sit í sól og 18 stiga hita í DK med Bjórinn í annari, lífid er yndislegt..sakna ykkar samt..kossar og knús
Kolla ofur bolla;)
Skrifa ummæli
<< Home