Klukk
Hvað meinar fólk með þessari vit-leysu.. reyndar ótrúlega gaman að lesa þetta hjá fólki.. jaa og kannski alveg nokkuð sniðugt þar til maður er klukkaður sjálfur og þarf að finna upp eitthvað svona tilgangslausar upplýsingar um mann sjálfan.. jæja er búin að vera í smá rannsóknum um þetta klukk hjá öðru fólki og hef ákveðið að skella mér í að skrifa 5 mjög tilgangslausar upplýsingar um mig... well...
1) ég er með brún augu og hef yfirleitt verið mjög ánægð með þau.. nema þegar að litalinsu æðið gekk yfir, þá langaði mig í blá augu... en í dag er ég mjög kát með mín augu.. verst samt að ég get varla notað sólgleraugu þar sem að eyrun mín liggja mishátt (eða lágt eftir því hvernig maður horfir á það) á höfðinu...
2) ég er úr sveit og tel mig í raun vera óttalega saklausa sveitastelpu.. samt virðist ég ekkert kunna þegar að ég er stödd í sveitinni.. hvorki gagnvart dýrunum né bústörfunum yfirhöfuð..
3) ég er reyndar ósköp lítil dýravinkona.. þykist kunna samskipti en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis þegar kom að samskiptum við dýrin.. var reyndar skárri sem barn en versna eftir því sem ég eldist.. í dag er ég skíthrædd við ketti og köngulær... þetta tvennt eru mínar helstu og verstu martraðir á næturnar.. Kettir eru bara eitthvað svo lúmskir.. og köngulær eru bara eitthvað svo hræðilegar..
4) ég bjó einu sinni í Þýskalandi.. þar sem að ég komst að því, eftir að hafa einungis enst sem aupair í rétt rúma þrjá mánuði, að mig langar ekki að vinna sem húshjálp eða skúringarkona... kom reyndar samt ekki heim strax eftir... það heldur dreif mig í tungumálaskóla og fór svo að vinna.. entist þarna úti í ca. 8 mánuði..
5) ég er mjög dugleg að bakka á.. þetta vita nú reyndar allir sem þekkja mig ágætlega vel.. þetta hefur samt sem betur fer ekki verið neitt alvarlegt.. er t.d. núna á bíl með brotið afturljós.. :o/ frekar leiðinlegur ávani...
well takk Hlöðver minn.. þessi innri skoðun hefur bætt líf mitt :o) og eflaust gert mig að betri manneskju :o)
En ætli maður klukki ekki bara alla þá sem ekki hafa verið klukkaðir.. og taki það fólk það til sín sem á það....
1) ég er með brún augu og hef yfirleitt verið mjög ánægð með þau.. nema þegar að litalinsu æðið gekk yfir, þá langaði mig í blá augu... en í dag er ég mjög kát með mín augu.. verst samt að ég get varla notað sólgleraugu þar sem að eyrun mín liggja mishátt (eða lágt eftir því hvernig maður horfir á það) á höfðinu...
2) ég er úr sveit og tel mig í raun vera óttalega saklausa sveitastelpu.. samt virðist ég ekkert kunna þegar að ég er stödd í sveitinni.. hvorki gagnvart dýrunum né bústörfunum yfirhöfuð..
3) ég er reyndar ósköp lítil dýravinkona.. þykist kunna samskipti en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis þegar kom að samskiptum við dýrin.. var reyndar skárri sem barn en versna eftir því sem ég eldist.. í dag er ég skíthrædd við ketti og köngulær... þetta tvennt eru mínar helstu og verstu martraðir á næturnar.. Kettir eru bara eitthvað svo lúmskir.. og köngulær eru bara eitthvað svo hræðilegar..
4) ég bjó einu sinni í Þýskalandi.. þar sem að ég komst að því, eftir að hafa einungis enst sem aupair í rétt rúma þrjá mánuði, að mig langar ekki að vinna sem húshjálp eða skúringarkona... kom reyndar samt ekki heim strax eftir... það heldur dreif mig í tungumálaskóla og fór svo að vinna.. entist þarna úti í ca. 8 mánuði..
5) ég er mjög dugleg að bakka á.. þetta vita nú reyndar allir sem þekkja mig ágætlega vel.. þetta hefur samt sem betur fer ekki verið neitt alvarlegt.. er t.d. núna á bíl með brotið afturljós.. :o/ frekar leiðinlegur ávani...
well takk Hlöðver minn.. þessi innri skoðun hefur bætt líf mitt :o) og eflaust gert mig að betri manneskju :o)
En ætli maður klukki ekki bara alla þá sem ekki hafa verið klukkaðir.. og taki það fólk það til sín sem á það....
2 Comments:
Sammála þetta með brúnu augun, hef oftar en ekki verið spurð reyndar hvort ég sé með litalinsur eða ekkta... er alltaf mjög stolt að tilkynna það að þau séu ekkta ;)
Kettir eru lúmskir!! ;)
Skrifa ummæli
<< Home